Chelsea er enskur meistari í kvennaflokki eftir að ákveðið var að blása deildina af. Forráðamenn liðanna hafa ákveðið að stig á leiki ákveði lokaniðurstöðu deildarinnar.
Chelsea verður því enskur meistari á þessu tímabili en liðið var í öðru sæti þegar deildin fór í pásu.
Chelsea hafði leikið leik minna en Manchester City en var stigi á eftir.
Liverpool fellur úr deildinni og Aston Villa kemur upp í deildina á næstu leiktíð.
Í liði Chelsea er íslenskur leikmaður en María Þórisdóttir er í herbúðum Chelsea, faðir hennar er Íslendingur en móðir hennar norsk og leikur hún fyrir norska landsliðið.