fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

16 ára Amanda vekur mikla athygli í Danmörku: „Mikill heiður fyrir hana“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 13:00

Mynd: Finn Lassen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Jacobsen Andradóttir ung knattspyrnukona frá Íslandi hefur verið búsett í Danmörku frá því á síðasta ári og vakið verðskuldaða athygli. Þessi 16 ára stúlka er ein efnilegasta knattspyrnukona sem Íslendingar hafa átt og stórlið víða um heim skoða nú þann möguleika að fá hana í sínar raðir.

Þegar Amanda flutti til Danmerkur á síðasta ári gekk hún til liðs við Fortuna Hjørring sem er besta lið Danmerkur í dag. Hún fékk hins vegar ekki leikheimld fyrr en á þessu ári og þegar hún var að komast á flug kom kórónuveiran. Amanda lék tvo leiki með U18 ára liði Fortuna Hjørring sem er í efsta sæti í sinni í deild, í leikjunum tveimur skoraði hún þrjú mörk og lagði upp fjögur til viðbótar. Þessi öfluga stúlka kom því að sjö mörkum í tveimur leikjum og það vakti athygli.

Amanda sem er miðjumaður lék einnig vel með íslenska U16 og U17 ára landsliði Íslands á síðasta ári en þar skoraði hún 10 mörk í 12 leikjum skv. heimasíðu KSI. Mörg af þessum mörkum komu gegn sterkum þjóðum eins og Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku og Noregi. Amanda er efst á lista á heimasíðu UEFA yfir flestar stoðsendingar af öllum leikmönnum í undankeppni.

Mynd: Finn Lassen

Gæti valið að spila fyrir Noreg:
Amanda er fædd í Noregi og á norska móður og er því með tvöfalt ríkisfang, sú staða gæti því komið upp að Amanda gæti valið að spila fyrir Noreg sem er í dag tólfta besta landslið í heimi samkvæmt lista FIFA en Ísland situr í nítjánda sæti. Amanda býr yfir gríðarlegri tækni og leikskilning. Mörg félög í Evrópu líta nú hýru auga til hennar og hafa boðið henni að ganga til liðs við sig.

„Það er rétt að Amanda er eftirsótt. Hún hefur bæði vakið athygli í Danmörku og einnig með Íslenska landsliðinu. Tvö af þessum liðum sem líta nú til Amöndu teljast til stærstu félaga í Evrópu í kvennaboltanum svo það er mikill heiður fyrir hana,“ sagði Andri Sigþórsson, faðir Amöndu og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu í samtali við blaðamann.

Mynd: Finn Lassen

Ætlar ekki að stytta sér leið til að ná árangri:

Amöndu líður vel í Danmörku en hún er einungis 16 ára. Hún æfir núna eingöngu með gríðarlegu sterku aðalliði félagsins sem eru efstar í dönsku deildinni. „Hún er enn að taka út líkamlegan vöxt og afar mikilvægt að sýna því ferli þolinmæði. Það er engin ástæða að fara fram úr sjálfri sér þó allt sé á góðri leið,“ sagði Andri um stöðuna í dag.

Amanda lék með Val áður en hún flutti út, á meðan kórónuveiran var og ekki mátti æfa með liðnu nýtti hún tímann vel og æfði meira en áður. Hún kom því til baka í betra líkamlegu formi en áður en veiran kom upp.

„Hún er meðvituð um að það er ekki hægt að taka neina lyftu á toppinn. Hún þarf að klífa fjallið sjálf til að komast þangað. Svo er bara að bíða og sjá hvort það takist með mikilli vinnu,“ sagði Andri í samtali við blaðamann í dag.

Amanda er með nýtt samningstilboð á borðinu frá Fortuna Hjørring. Hún ætlar að nýta næstu vikur vel og skoða alla þá möguleika sem í boði eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum
433Sport
Í gær

U17 ára landsliðið mætir Kára

U17 ára landsliðið mætir Kára
433Sport
Í gær

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond
433Sport
Í gær

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast