Það vakti furðu margra þegar Herði Magnússyni var sagt upp á Sýn á síðasta ári en Hörður hafði verið einn ástsælasti íþróttafréttamaður landsins til margra ára. Lýsingar hans á kappleikjum og Pepsi mörkin undir hans stjórn nutu mikilla vinsælda.
Hörður hefur verið utan sviðsljóssins síðustu mánuði en hann snýr aftur á skjáinn á morgun þegar hann lýsir leik Werder Bremen og Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum 433.is.
Leikurinn er sýndur á Viaplay og mun Hörður sjá um lýsingar fyrir efnisveituna á næstu dögum og vikum. Leikur Werder Bremen og Frankfurt hefst klukkan 18:30.
Viaplay er með réttinn á þýska boltanum, þeim hollenska og danska einnig. Fleiri íþróttir eru einnig á Vipalay.
Hörður er þjóðþekktur einstaklingur, eftir framgang sinn á knattspyrnuvellinum og svo í starfi sínu sem íþróttafréttamaður í 19 ár.