Yfirvöld í Bretlandi rekja 41 dauðsfall til leiks Liverpool og Atletico Madrid i Meistaradeeild Evrópu.
Leikur Liverpool og Atletico Madrid fór fram þann 11 mars, það var á sama tíma og fjöldi tilfella á Spáni var á hraðri uppleið.
Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico gerðu sér ferð til Englands en leikurinn var sá síðasti sem fram fór á Englandi, áður en allt var bannað vegna veirunnar.
Nú þegar málið er skoðað er það talið glórulaus að stuðningsmenn Atletico hafi mætt til Englands. Á Spáni var búið að banna alla áhorfendur á leikjum. Veiran hafði náð flugi en á sama tíma voru 3 þúsund stuðningsmenn mættir til Englands.
Englendingar hafa svo farið illa út úr veirunni síðustu vikur og telja sérfræðingar tengsl á milli leiksins, og þess hversu illa Liverpool hefur farið úr henni.