fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Ekki fyrsta hneykslið hjá FSG á Anfield – Þessi erfiðu mál hafa komið upp

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur mikið verið til umræðu, eftir að félagið ákvað að setja starfsmenn sína á atvinnuleysisbætur en hætti svo við. Stuðningsmenn félagsins voru reiðir, og FSG sem á félagið hætti við.

Fenway Sports Group, keypti Liverpool árið 2010 og John W Henry eigandi hefur þótt nokkuð vinsæll.

Hann og hans fólk hefur hins vegar gert mistök í starfi, Daily Mail hefur tekið saman þau hneyklsi sem komið hafa upp hjá Liverpool frá því að FSG keypti félagið.

Luis Suarez bolurinn:
Árið 2011 var Luis Suarez, framherji Liverpool dæmdur fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra Allir leikmenn félagsins og Kenny Dalglish mættu í bol með mynd af Suarez í leik gegn Wigan. Búið var að dæma Suarez í átta leikja bann en Liverpool gat áfrýjað dómnum. Málið vakti upp mikla reiði. Félagið sagði framherjann saklausann en hann var dæmdur. Leikmenn Liverpool hafa í dag viðurkennt að þetta voru mistök.

Afsökunarbeiðni vegna Van Dijk
Sumarið 2017 var Liverpool að reyna að fá Virgil Van Dijk frá Southampton. Miðvörðurinn talaði af sér og sagðist vilja fara til Liverpool eftir að hafa séð hugmyndafræði Jurgen Klopp, Southampton hafði ekki gefið Liverpool leyfi til að ræða við miðvörðinn. Liverpool sendi frá sér afsökunarbeiðni en Van Dijk og Klopp hittust á hóteli í Blackpool. Liverpool sagðist ekki æta að sýna miðverðinum meiri áhuga en keypti hann svo sex mánuðum síðar.

https://i.dailymail.co.uk/1s/2020/04/07/14/26906474-8195471-Liverpool_were_accused_of_tapping_up_Virgil_van_Dijk_in_the_wind-a-14_1586266228258.jpg

Hökkuðu kerfi Manchester City:
Liverpool hefur borgað Manchester City eina milljón punda eftir að starfsmenn félagsins brutu sér leið inn í gagnagrunn félagsins. Um var að ræða gagnagrunn um leikmenn sem City var að fylgjast með og hafði áhuga. Liverpool hafði ráðið til starfa fyrrum starfsmenn City sem kunnu leið inn í kerfið, Liverpool játaði brot sitt með því að greiða sektina til City og enska sambandið lét málið niður falla.

Nýja stúkan
Það átti að vera fagnaðarefni þegar Liverpool lagaði Main stand stúkuna á Anfield, þegar í ljós kom að miðaverðið ætti að vera allt að 77 pund, þá urðu stuðningsmenn félagsins reiðir. Því var hótað að ganga fyrr af velli í næsta leik liðsins, FSG eigendur félagsins sáu að sér og lækkuðu verðið um 16 pund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal