fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Öllu frestað á Ítalíu: Emil og Birkir líklega til Íslands á morgun – 14 daga sóttkví og út að hlaupa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. mars 2020 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Ítalíu hafa bannað alla íþróttakappleiki fram í byrjun apríl, er þetta vegna COVID-19 veirunnar.

Veiran hefur herjað all hressilega á Ítalíu og hefur fjöldi fólks látið lífið. Smit frá Ítalíu hafa borist hingað til lands.

Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason, leikmenn íslenska landsliðsins leika báðir á Ítalíu. Mikilvægir landsleikir eru í lok mánaðar. Eftir 17 daga leikur Ísland við Rúmeníu í undanúrslitum um laust sæti á EM, fimm dögum síðar gæti verið úrslitaleikur við Búlgaríu eða Ungverjaland.

433.is hefur fengið staðfest frá KSÍ að vonir standi til um að Birkir og Emil komi til landsins á morgun, þeir þurfa að fara í 14 daga sóttkví og geta því hafið æfingar, tveimur dögum fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

KSÍ er í sambandi við Brescia sem Birkir leikur með og Padova þar sem Emil spilar. KSÍ vonast til að fá grænt ljós á næstu klukkustundum til að koma þeim heim.

Emil og Birkir munu geta farið út að hlaupa og gætu einnig sparkað í bolta en verða að vera einir, vegna veirunnar. Þetta munu þeir gera til að halda sér í formi fyrir landsleikina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Í gær

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför
433Sport
Í gær

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“
433Sport
Í gær

Albert kynntist umdeildri stórstjörnu og hafði þetta að segja um hann

Albert kynntist umdeildri stórstjörnu og hafði þetta að segja um hann