Adama Traore, einn vöðvamesti leikmaður heims, segir að hann eyði engum tíma inn í lyftingarsalnum.
Traore spilar með Wolves á Englandi en hann er mjög þykkur leikmaður ef þannig má orða það.
Traore er 23 ára gamall en hann segist ekki snerta lóðin og að þetta sé einfaldlega í hans fjölskyldu.
,,Mín æfing? Ég lyfti ekkert, það er erfitt að trúa því en ég lyfti ekki neitt,“ sagði Traore.
,,Þetta er í genunum. Ég hreyfi mig og það er mjög auðvelt fyrir mig að bæta á mig vöðvum.“