Ari Leifsson hefur krotað undir samning við Stromsodset í Noregi. Þetta staðfesti félag hans Fylkir í kvöld.
Ari er fæddur árið 1998 en hann er uppalinn hjá Fylki og spilaði alls 63 leiki í meistaraflokk.
Í byrjun 2020 lék Ari einnig sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland en hann mun nú reyna fyrir sér í atvinnumennsku.
Stromsgodset leikur í efstu deild í Noregi og hafnaði í 11. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann gerir samning til ársins 2023.
Tilkynning Fylkis:
Ari Leifsson seldur til Strömsgodset í Noregi.
Ari sem er fæddur 1998 er uppalinn í Fylki og hefur spilað síðustu 5 ár í meistaraflokki félagsins, alls 63 leiki í deild og bikar.
Ari spilaði 14 leiki með U-21 árs landsliðinu og skoraði 1 mark í þeim leikjum.
Það var svo núna í byrjun árs 2020 sem Ari spilaði sinn fyrsta A-landsleik.
Við hjá Fylki erum stolt af Ara, óskum honum góðs gengis í Noregi og verkefnum næstu ára.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA