Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, spilaði í kvöld sinn 1000. leik á ferlinum sem er magnað afrek.
Ronaldo hefur verið atvinnumaður alveg síðan hann var 17 ára gamall og hefur síðan þá raðað inn mörkum.
Ronaldo skoraði í 2-1 sigri á Spal í Serie A í kvöld en hann gerði fyrra mark Juventus.
Portúgalinn var að skora í sínum 11. deildarleik í röð og jafnaði þar með met Gabriel Batistuta og Fabio Quagliarella.
Batistuta skoraði í 11 leikjum í röð árið 1994 og gerði Quagliarella það sama árið 2019.
RECORD: Cristiano Ronaldo in his 1000th official game equals Serie A all time record of scoring in consecutive games:
11, like Batistuta 1994 and Quagliarella 2019
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 22 February 2020