Sindri Snær Jensson, lagði hanskana á hilluna í vetur en hann hefur gefið af sér gott orð sem athafnamaður síðustu ár. Sindri er eigandi Húrra Reykjavík, Flatey Pizza og Yuzu, fataverslanir og veitingastaðir sem notið hafa mikilla vinsælda í Reykjavík.
Sindri var í KR frá 2014, hann var iðulega varamarkvörður en áður hafði hann leikið með Þrótti og Val.
,,Mig langaði alltaf að vera í KR, þegar ég var ungur að spila á móti KR þá langaði mig að vera í vonda liðinu,“ sagði Sindri í hlaðvarpsþættinum, Steve Dagskrá þar sem hann fór yfir ferilinn sem knattspyrnumaður og athafnamaður.
Sindri elskaði að vera í KR, þar var krafa á árangur sem honum finnst vanta í uppeldisfélag sitt, Þrótt.
,,Krafan um að árangur er eitthvað sem ég dýrkaði, ég kemur úr Þrótti. Með fullri virðingu, þá er það smá lúsera klúbbur. Við töpuðum þar og þá var bara sagt að þetta kæmi næst. Í KR er bara gaur að öskra á mig á bílastæðinu, af hverju ég hafi ekki varið þetta skot. Fólk er reitt“
Sindri segir kröfuna um árangur í Vesturbæ hafa gert mikið fyrir sig.
,,Við eigum alltaf að vinna, það er varla stuðningur við liðið nema að við séum búnir að skora Það er góður stuðningur en um leið og við skorum, er það miklu meira. Ég dýrkaði þetta.“