Ögmundur Kristinsson landsliðsmarkvörður er búinn að semja við PAOK í Grikklandi. Þetta fullyrðir Fótbolti.net.
Ögmundur er á mála hjá Larissa í Grikklandi og hefur spilað þar í eitt og hálft ár.
Frammistaða Ögmundar hefur vakið mikla athygli og grísku meistararnir hafa ákveðið að semja við hann. Með PAOK leikur Sverrir Ingi Ingason.
Ögmundur er þrítugur en hann lék áður í Danmörku og Svíþjóð áður en hann hélt til Hollands. Frá Excelsior í Hollandi hélt hann svo til Grikklands.
PAOK er að berjast á toppnum í Grikklandi en Ögmundur gengur í raðir félagsins í sumar.