Sverrir Ingi Ingason spilaði með PAOK í dag sem lék við Larissa í grísku úrvalsdeildinni.
Það var boðið upp á fínasta leik á heimavelli Larissa en Ögmundur Kristinsson er í marki liðsins.
PAOK vann að lokum góðan 2-1 útisigur þar sem Sverrir spilaði allan leikinn fyrir gestina.
PAOK er nú á toppi deildarinnar en Olympiakos er stigi á eftir en á einn leik til góða.