Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Brynjar er fæddur árið 2000 og verður því tvítugur á þessu ári en Njarðvík féll úr 1. deildinni síðasta sumar, þar fékk Brynjar á sig 44 mörk.
Brynjar hefur verið eftirsóttur í vetur en Víkingur og fleiri lið höfðu áhuga á honum.
Líkur eru á að Breiðablik láni hann í 1. deildina en Breiðablik er með Anton Ara Einarsson og Gunnleif Gunnleifsson.
Brynjar hefur spilað fyrir U16, U17 og U18 ára landslið Íslands.