James Maddison, miðjumaður Leicester segir að mamma sín myndi lesa yfir sér ef hann væri hrokafullur. Maddison er ein af vonarstjörnum Englands.
Maddison hefur verið frábær í rúmt ár fyrir Leicester og er sagður ofarlega á óskalista Manchester United.
,,Það er fín lína á milli þess að vera með sjálfstraust og vera með hroka,“ sagði Maddison.
,,Ég er drengur með sjálfstraust, þannig er ég. Svona var ég alinn upp.“
,,Ég vil ekki vera hrokafullur, ég var ekki alinn þannig upp. Mamma myndi lesa yfir mér, ef hún væri á því. Þú þarft að hafa sjálfstraust og trúa á þig, annars trúir enginn á þig.“