Unai Emery, stjóri Arsenal bað leikmenn félagsins að kjósa um hver ætti að vera næsti fyrirliði félagsins.
Emery var með fimm fyrirliði á síðustu leiktíð en þrír af þeim eru farnir, Laurent Koscielny, Petr Cech og Aaron Ramsey.
Granit Xhaka hefur borið bandið í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki heillað alla.
,,Hann vill hafa fimm fyrirliða, en í síðustu viku lét hann okkur kjósa um fyrirliða. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Rob Holding, leikmaður liðsins. Hann var með bandið í deildarbikarnum í vikunni.
,,Þú áttir að skrifa niður nöfn og láta stjórann fá það. Hann fer í gegnum það, við sjáum hvað kemur úr því.“