New Balance er að berjast við Liverpool um að halda samningi sínum um að framleiða búninga félagsins.
Liverpool hefur samþykkt að fara yfir í Nike og mun Nike borga 80 milljónir punda á ári fyrir samninginn.
New Balance ætlar hins vegar með málið fyrir dómstóla, fyrirtækið telur sig geta framlengt samninginn um eitt ár. Fyrirtækið segir að slíkt ákvæði sé í samninginum.
New Balance borgar 45 milljónir punda á ári en þarf að borga 80 milljónir punda fyrir síðasta árið, verði þeim dæmt í hag.
Liverpool er þar með að fara yfir Manchester United sem fær 75 milljónir punda á ári frá Adidas.