Paul Pogba hefur keypt sér hund á 15 þúsund pund til að verja sig, fjölskyldu sína og heimili.
Knattspyrnumenn á Englandi og heimili þeirra eru oftar en ekki vinsælir staðir fyrir ógæfumenn, að láta til skara skríða.
Oft er brotist inn hjá þeim og á dögunum var ráðist á Mesut Özil og samherja hans í Arsenal með hníf.
Pogba ákvað því að eyða 2,3 milljónum íslenskra króna í hund sem Chaperone K9, fyrirtækið hefur þjálfað.
Fyrirtækið þjálfara hundana upp en margir knattspyrnumenn hafa verslað við fyrirtækið. Samherjar Pogba, þeir Marcus Rashford og Phil Jones eiga hund frá Chaperone K9.