fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
433Sport

Óttast að Mino Raiola geti komið í veg fyrir að nýja stjarnan komi til United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ný stjarna komin upp á sjónarsviðið í knattspyrnunni en sá strákur ber nafnið Erling Braut Haland.
Haland er 19 ára gamall Norðmaður en hann skrifaði undir samning við RB Salzburg fyrr á þessu ári.

Haland kom til félagsins frá Molde í Noregi þar sem hann skoraði 14 mörk í 39 deildarleikjum sem táningur. Strákurinn er einn allra efnilegasti leikmaður heims og er byrjaður að raða inn mörkum með Salzburg.

Norðmaðurinn hefur skorað 12 mörk í níu deildarleikjum sem er stórkostlegur árangur. Hann skoraði þrennu fyrir lið Salzburg í síðustu viku sem vann sannfærandi 6-2 sigur á Genk í Meistaradeildinni. Haland var að leika sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni og er nú aðeins þriðji táningurinn til að skora þrennu í fyrsta leik. Nú er sagt að 50 útsendarar frá stærri félögum hafi mætt á völlinn í gær til að fylgjast með Haland. Manchester United, var eitt þeirra félaga.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United þarf hins vegar ekki að sjá mikið af Haland. Hann þjálfaði hann í Molde og gaf honum sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Samband þeirra er gott og telja ensk blöð að Solskjær hafi bestu spilin á hendi.

Ensk blöð segja frá því að United óttist að Mino Raiola, geti komið í veg fyrir að félagið geti fengið Haland. Raiola er umboðsmaður Paul Pogba sem vill burt frá United, hann er ráðgjafi Haland þessa stundina sem er þó ekki búinn að semja við hann sem umboðsmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ed Sheeran biðst afsökunar á því að hafa hagað sér eins og asni um helgina

Ed Sheeran biðst afsökunar á því að hafa hagað sér eins og asni um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli Amorim um Bruno vekja athygli – Segist þurfa mikinn tíma til að laga hlutina

Ummæli Amorim um Bruno vekja athygli – Segist þurfa mikinn tíma til að laga hlutina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta að Hareide sé hættur

Staðfesta að Hareide sé hættur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnaðar vörslur De Gea um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Magnaðar vörslur De Gea um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði

Mögnuð innkoma Sveindísar um helgina – Sjáðu mörkin sem hún skoraði
433Sport
Í gær

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“
433Sport
Í gær

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði