Ensk blöð fjalla um það í dag að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United hafi áhyggjur af Jesse Lingard og Marcus Rashford.
Þeir félagar eru mikilvægir hlekkir í liði Solskjær en þeir virðast hafa hugann við annað.
Ef marka má ensk blöð þá telur Solskjær að einbeiting þeirra félaga, sé ekki bara við boltann.
Þannig er Lingard með tískuföt sem hann selur undir merkjum J-Lingz. Solskjær ku hafa fundað með þeim félögum um málið.
Sagt er að Solskjær og Mike Phelan hafi fundað með þeim á dögunum, til að kveikja neistann í þeim.