Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley ætti að vera klár í slaginn gegn Aston Villa um næstu helgi. Hann hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum.
Jóhann er að jafna sig eftir meiðsli á kálfa, Sean Dyche vildi ekki nota hann gegn Norwich um helgina. Stjóri Burnley vill fremur að Jóhann æfi af krafti og komi sér í gang.
,,Er hann heill heilsu? Já og nei,“ sagði Dyche eftir sigur á Norwich um helgina.
Dyche hefur fundað með Jóhanni og tjáð honum hversu mikilvægur hann er Burnley.
,,Hann er ekki meiddur lengur en hann hefur ekki æft að fullum krafti í 3-4 vikur. Ég ræddi við hann og tjáði honum að við setjum mikið traust á hann, á þessu tímabili. Hann hefur komið til baka fullur af eldmóð en hann þarf heila viku þar sem hann æfir alla daga, til að líkaminn sé klár í átök.“