fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Dyche ræddi við Jóhann Berg um komandi vikur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley ætti að vera klár í slaginn gegn Aston Villa um næstu helgi. Hann hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum.

Jóhann er að jafna sig eftir meiðsli á kálfa, Sean Dyche vildi ekki nota hann gegn Norwich um helgina. Stjóri Burnley vill fremur að Jóhann æfi af krafti og komi sér í gang.

,,Er hann heill heilsu? Já og nei,“ sagði Dyche eftir sigur á Norwich um helgina.

Dyche hefur fundað með Jóhanni og tjáð honum hversu mikilvægur hann er Burnley.

,,Hann er ekki meiddur lengur en hann hefur ekki æft að fullum krafti í 3-4 vikur. Ég ræddi við hann og tjáði honum að við setjum mikið traust á hann, á þessu tímabili. Hann hefur komið til baka fullur af eldmóð en hann þarf heila viku þar sem hann æfir alla daga, til að líkaminn sé klár í átök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?