David De Gea, markvörður Manchester United hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Samningurinn er til fjögurra ára með möguleika á fimmta árinu.
De Gea hefur lengi verið að ræða við United um nýjan samning, hann átti bara 9 mánuði eftir af þeim gamla.
De Gea varð með þessu launahæsti markvörður í sögu fótboltans, hann þénar 375 þúsund pund á viku. Ef marka má ensk blöð.
Það eru 58 milljónir íslenskra króna á viku hverri, það er svakaleg upphæð og gerir De Gea að launahæsta leikmanni United.
Hann þénaði áður 200 þúsund pund á viku og hækkunin því svakaleg, 232 milljónir á mánuði.