Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er eini leikmaður í sögu félagsins til að skora mörk í fyrstu þremur leikjum sínum á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni.
Daniel James, nýr kantmaður liðsins getur hins vegar jafnað þetta met Solskjær um helgina.
James er einn af fáu ljósu punktunum í leik Manchester United, hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fjóru leikjum ársins.
Hann hefur skorað bæði gegn Chelsea og Crystal Palace á heimavelli. Hann þarf að skora gegn Leicester á laugardag, til að jafna met Solskjær.
James er 21 árs gamall en hann kom frá Swansea í sumar, hann hefur spilað stærra hlutverk en búist var við.
Man Utd winger Daniel James could become the 2nd #MUFC player to score in his first three Premier League appearances at Old Trafford…
The only other to do so was Ole Gunnar Solskjaer ?
Watch the full Premier League preview ? pic.twitter.com/eqR8gbLWBV
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2019