Breiðablik hélt lífi í toppbaráttunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld með sigri á Fylki.
Blikar voru í stuði á heimavelli í kvöld og skoruðu fjögur mörk gegn þremur frá gestunum.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Þvílíkur fyrri hálfleikur hjá Blikum. Liðið spilaði glimrandi fótbolta á köflum og verðskuldaði forystuna svo sannarlega.
Þeir komu einnig sterkir til leiks í þeim seinni og settu fjórða marki stuttu eftir flautið.
Andri Rafn Yeoman sannaði það hann á að byrja leiki liðsins. Andri var stórkostlegur í leiknum í kvöld.
Fylkismenn fá þó plús fyrir það að leyfa þessu ekki að enda alltof illa. Skoruðu þrjú mörk í seinni og löguðu stöðuna verulega.
Geoffrey Castillion er kominn í gang og skoraði þrennu – því miður fyrir hann þá dugði það ekki til.
Blikar þurftu að sigra til að sjá til þess að KR yrði ekki Íslandsmeistari í kvöld og þeir gerðu það með stæl.
Mínus:
Ekki veit ég hvað var í gangi í hausnum á Fylkismönnum fyrir leik en þeir mættu alls ekki til leiks í byrjun. Helgi Sig hefur látið menn heyra það í hálfleik.
Viktor Örn Margeirsson fékk rautt spjald hjá Blikum í seinni hálfleik eftir að hafa slegið til Ragnars Braga hjá Fylki. Staðan er 4-1, af hverju? Hann hefði getað eyðilagt allt saman í kvöld.
Fylkir á enn möguleika á Evrópusæti en útlitið er svart eftir tapið í kvöld. Liðið er sex stigum frá FH sem er í þriðja sæti.
Þeir voru í kjörstöðu en köstuðu þessu í raun frá sér. Fjögur töp í síðustu sex leikjum er slæmt.