fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Plús og mínus: Hefði getað eyðilagt allt saman

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. september 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hélt lífi í toppbaráttunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld með sigri á Fylki.

Blikar voru í stuði á heimavelli í kvöld og skoruðu fjögur mörk gegn þremur frá gestunum.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þvílíkur fyrri hálfleikur hjá Blikum. Liðið spilaði glimrandi fótbolta á köflum og verðskuldaði forystuna svo sannarlega.

Þeir komu einnig sterkir til leiks í þeim seinni og settu fjórða marki stuttu eftir flautið.

Andri Rafn Yeoman sannaði það hann á að byrja leiki liðsins. Andri var stórkostlegur í leiknum í kvöld.

Fylkismenn fá þó plús fyrir það að leyfa þessu ekki að enda alltof illa. Skoruðu þrjú mörk í seinni og löguðu stöðuna verulega.

Geoffrey Castillion er kominn í gang og skoraði þrennu – því miður fyrir hann þá dugði það ekki til.

Blikar þurftu að sigra til að sjá til þess að KR yrði ekki Íslandsmeistari í kvöld og þeir gerðu það með stæl.

Mínus:

Ekki veit ég hvað var í gangi í hausnum á Fylkismönnum fyrir leik en þeir mættu alls ekki til leiks í byrjun. Helgi Sig hefur látið menn heyra það í hálfleik.

Viktor Örn Margeirsson fékk rautt spjald hjá Blikum í seinni hálfleik eftir að hafa slegið til Ragnars Braga hjá Fylki. Staðan er 4-1, af hverju? Hann hefði getað eyðilagt allt saman í kvöld.

Fylkir á enn möguleika á Evrópusæti en útlitið er svart eftir tapið í kvöld. Liðið er sex stigum frá FH sem er í þriðja sæti.

Þeir voru í kjörstöðu en köstuðu þessu í raun frá sér. Fjögur töp í síðustu sex leikjum er slæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United