Chris Smalling, varnarmaður Manchester United er mættur til Ítalíu að klára félagaskipti til Roma.
Sagt er að Smalling og United séu að klára smáatriði til að klára skiptin, Smalling verður lánaður til Roma.
Eftir komu Harry Maguire var ljóst að Ole Gunnar Solskjær myndi reyna að losa miðverði, hann er með sjö slíka hjá félaginu.
Smalling mun fara á láni í eitt ár en ekki kemur fram hvort Roma hafi svo forkaupsrétt. Smalling verður þá þriðji leikmaður United sem fer til Ítalíu á skömmum tíma, félagið seldi Romelu Lukaku til Inter og Alexis Sanchez er að fara þangað á láni.
Hér má sjá Smalling mættan til Ítalíu.