Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley er ekki alvarlega meiddur en þetta hafa rannsóknir staðfest. Meiðsli Jóhanns eru í kálfa en þau hafa plagað kauða síðasta árið.
Jóhann meiddist í 1-1 jafntefli gegn Wolves um síðustu helgi. Hann verður þó ekki með gegn Liverpool um helgina, ef marka má Sean Dyche stjóra liðsins.
Það stendur því tæpt að Jóhann verði í íslenska landsliðshópnum gegn Moldóvu og Albaníu en liðið kemur saman á mánudag.
Kantmaðurinn hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar, hann hafði byrjað alla leiki Burnley.
SD confirms that JBG’s scan reveals only a minor calf injury. The Icelandic winger is, however, unlikely to feature this weekend.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 29, 2019