Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool hefur verið dæmdur í 10 vikna fangelsi. Hann neitaði að blása í áfengismæli þegar ökutæki hans var stöðvað.
Saunders var handtekinn þann 10 maí í Chester, hann hafði verið að horfa veðreiðar og fengið sér hressilega í glas.
Í tvígang neitaði Saunders að blása í tækið, hann kvaðst vera mað astma. Saunders sagði í dómsal að hann hefði fengið sér tvo bjóra yfir daginn.
Lögreglan sem handtók Saunders hafði aðra sögu að segja, er Saunders sagður hafa verið blindfullur. Hann hafi varla geta talað og varla geta staðið í lappirnar.
Dómarinn sem dæmdi Saunders í fangelsi, las honum pistlinn. Sagði hegðun hans óábyrga og að hann hefði átt að vinna með lögrelgunni í málinu.
Saunders ók um á Audi A8 bíl sem kostar rúmar 10 milljónir í Bretlandi. Hann lék með Liverpool frá 1991 til 1992 en einnig lék hann með Aston Villa, Derby og fleiri liðum. Ferill hans lauk árið 2001.