Samkvæmt Viðskiptablaðinu var Birkir Már Sævarsson, tekjuhæsti knattspyrnumaðurinn á Íslandi á síðasta ári.
Birkir leikur með Val í knattspyrnu og íslenska landsliðinu, að auki hefur hann unnið önnur störf.
Tekjur Birkis voru tæpar 3 milljónir á mánuði samkvæmt Viðskiptablaðinu sem birtir tölurnar á vef sínum í dag.
Birkir er í öðru sæti yfir þá íþróttamenn á Íslandi sem gefa upp tekjur sínar hér heima. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti.
Baldur Sigurðsson í Stjörnunni er hinn knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista yfir fimm tekjuhæstu.
Tekjuhæstu íþróttamennirnir 2018 samkvæmt Viðskiptablaðinu:
Katrín Tanja Davíðsdóttir, íþrótak. CrossFit 4.447
Birkir Már Sævarsson, knattspyrnum. Vals 2.905
Gunnar Nelson, bardagaíþróttam. 1.860
Líney Rut Halldórsdóttir, frkvstj. ÍSÍ 1.408
Baldur Sigurðsson, knattspyrnum. í Stjörnunni 1.392