Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United hefur ekki nokkrar áhyggjur af því að Paul Pogba fari a næstu dögum.
Pogba vill fara frá United en Real Madrid og Juventus hafa áhuga, hvorugt félagið hefur hins vegar lagt fram tilboð í Pogba.
United vill 150 milljónir punda ef félagið á að íhuga að selja Pogba, þá fjármuni virðast félögin ekki hafa.
,,Þið eruð alltaf að efast um Paul, er það ekki?,“ sagði Solskjær við fréttamenn.
,,Ég efast ekkert um Paul, hann verður áfram. Það er ekkert að því að hann segi að hann njóti þess að spila.“
,,Það sem hann segir um að hann viti ekki hvað gerist, það eru alltaf spurningamerki um Paul.“