fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Mætti á fund fyrir stórleikinn á nærbuxunum og hafði troðið sokkum inn á sig

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool er litríkur karakter og fer oft aðrar leiðir en flestir myndu gera.

Þannig hefur leikmaður Liverpool greint frá því að hann hafi haldið ræðu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, á nærbuxunum.

Um er að ræða úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018, sem Liverpool tapaði gegn Real Madrid.

Klopp hélt þá ræðu kvöldið fyrir leik í nærbuxum frá Cristiano Ronaldo, sem þá var stjarna Real Madrid. Hann hafði troðið sokkum inn á nærbuxurnar til að virka með stærri getnaðarlim.

,,Við sáum að hann var í nærbuxum frá Ronaldo,“ sagði Georginio Wijnaldum þegar hann rifjar upp atvikið.

,,Hann hélt fundinn á brókinni og hafði fyllt brókina upp með hlutum, við grenjuðum allir úr hlátri.“

,,Þetta braut ísinn, oft eru svona fundir alvarlegir. Hann var rólegur og var með þennan brandara.“

,,Hann hefur komið með 100 svona brandara, ef þú sérð að stjórinn er rólegur. Hefur það áhrif á leikmenn.“

Það er spurning hvort Klopp hafi sleppt öllu gríni í júní á þessu ári þegar hann vann Meistaradeildina og sinn fyrsta titil með Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag