Jurgen Klopp, stjóri Liverpool er litríkur karakter og fer oft aðrar leiðir en flestir myndu gera.
Þannig hefur leikmaður Liverpool greint frá því að hann hafi haldið ræðu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, á nærbuxunum.
Um er að ræða úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018, sem Liverpool tapaði gegn Real Madrid.
Klopp hélt þá ræðu kvöldið fyrir leik í nærbuxum frá Cristiano Ronaldo, sem þá var stjarna Real Madrid. Hann hafði troðið sokkum inn á nærbuxurnar til að virka með stærri getnaðarlim.
,,Við sáum að hann var í nærbuxum frá Ronaldo,“ sagði Georginio Wijnaldum þegar hann rifjar upp atvikið.
,,Hann hélt fundinn á brókinni og hafði fyllt brókina upp með hlutum, við grenjuðum allir úr hlátri.“
,,Þetta braut ísinn, oft eru svona fundir alvarlegir. Hann var rólegur og var með þennan brandara.“
,,Hann hefur komið með 100 svona brandara, ef þú sérð að stjórinn er rólegur. Hefur það áhrif á leikmenn.“
Það er spurning hvort Klopp hafi sleppt öllu gríni í júní á þessu ári þegar hann vann Meistaradeildina og sinn fyrsta titil með Liverpool.