Það vakti talsverða athygli um helgina að Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham var utan hóps þegar liðið vann Aston Villa, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham er ósáttur með líkamlegt form varnarmannsins. Hann telur hann ekki í nógu góðu formi.
Pochettino skutlaði því Vertonghen upp í stúku, hann vonast til að þetta verði öðrum leikmönnum víti til varnaðar.
Ensk blöð segja að Vertonghen hafi verið alveg brjálaður, það hafi komið samherjum hans á óvart að sjá hann ekki rjúka heima, slík var reiðin.
Varnarmaðurinn sat þungur á brún og horfði á leikinn en hann þarf að vinna í sínum málum.