fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Tæki hamar og myndi hamra í andlit Hannesar ef hann bæði um að fara í brúkaup Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir tala um að brúðkaup aldarinnar fari fram á Ítalíu um helgina, þegar Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir, ganga í það heilaga. Gylfi er frægasti íþróttamaður Íslands í dag og Alexandra Helga er fegurðardrottning.

Margir af leikmönnum Íslands verða í veislunni en ekki er líklegt að Hannes Þór Halldórsson, markvörður komist. Hann á leik með Val gegn ÍBV á laugardag. Hann er með boðskort í brúkaup aldarinnar.

,,Honum er boðið í brúðkaup aldarinnar, eitthvað sem þú færð einu sinni á lífsleiðinni. Hvað ætli Óli Jó segi ef Hannes myndi hringja í hann?  ´Kallinn er að fara í brúðkaup til Ítalíu´,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr Football, þætti sínum í dag.

Hannes gæti náð að koma sér til Ítalíu snemma á sunnudag, ekki er vitað hvort hann geri það. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, vill eflaust ekki missa sinn markvörð út.

Kristján Óli Sigurðsson, talaði ekki í kringum hlutina. Hann veit hvað hann myndi gera. ,,Þá myndi smiðurinn (Óli Jó) sennilega taka hamarinn og hamra honum í andlitið á Hannesi, ég myndi gera það alla veganna.“

Mikael Nikulásson, skilur það manna best að það þurfi að sletta úr klaufunum. ,,Ég myndi segja honum að fara, skemmtu þér. Hafa gaman, stóð sig vel í landsleikjunum. Hannes biður aldrei um það að fara, ég myndi hvetja Hannes, ef ég væri Óli til að fara, 3-4 daga frí. Anton Ari getur spilað gegn ÍBV.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu