Jón Dagur Þorsteinsson, er í læknisskoðun hjá AGF þessa stundina og mun að henni lokinni skrifa undir hjá félaginu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Jón Dagur mun því formlega yfirgefa Fulham og færa sig yfir til Danmerkur.
Jón Dagur var á láni hjá Vendsyssel í Danmörku á þessu ári og stóð sig afar vel, mörg félög höfðu áhuga á honum.
Jón Dagur er tvítugur en hann var Í U21 árs landsliðnu sem vann Dani á föstudag.
Hann mun skrifa undir hjá AGF á allra næstu dögum en Jón Dagur var í A-landsliðinu fyrir áramót, hann ólst upp í HK.