fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. maí 2019 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum súr í kvöld eftir 1-0 tap gegn ÍA í efstu deild.

Sigurmark ÍA kom í blálok leiksins en Einar Logi Einarsson gerði það í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

,,Högg í magann. Að fá þetta á sig í endann, það er erfitt að kyngja því. Við vorum að gefa þeim þessi föstu leikatriði,“ sagði Ágúst.

,,Ég var mjög ánægður með liðið hjá mér, hvað við náðum að spila boltanum vel. Því miður fáum við ekkert úr þessum leik en ég er nokkuð ánægður með liðið.“

,,Það er erfitt að komast í gegnum fimm manna vörn. Við skoruðum eitt mark og fengum 2-3 góð færi og fengum fá færi á okkur. Það var fast leikatriði sem kláraði þennan leik.“

Í leikslok þá rifust Ágúst og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari ÍA aðeins og við spurðum hann út í þau orðaskipti.

,,Það var ekki eins og hann væri ekki sáttur við leikinn. Ég skil þetta ekki. Hann fékk þrjú stig og ég yrði himinlifandi með það í svona leik. Þú verður að spyrja hann hvað hann var að hugsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?