fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
433Sport

Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin má fara frá Val. Þessi óvæntu tíðindi staðfesti Ólafur Jóhannesson við 433.is fyrr í dag. Gary fór að gruna að eitthvað væri í vændum eftir fund með Ólafi í gær, hann fékk svo staðfestingu á því í dag.

Framherjinn frá Englandi gekk í raðir Vals í janúar og fékk þriggja ára samning. Eftir þrjá umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur losna við Gary. Hann er í áfalli. ,,Ég var í sjokki þegar ég fékk þessi tíðindi í morgun, Óli spjallaði við mig í gær,“ sagði Gary Martin við 433.is í dag.

,,Óli sagði mér að Valur væri að skoða að fá inn annan framherja, ég myndi því kannski ekki spila alla leiki. Ég fékk svo að vita það í morgun að ég mætti fara, ég skil þetta ekki,“ sagði Gary við 433.is.

Valur er aðeins með eitt stig í Pepsi Max-deildinni, Ólafur vill breytingar strax en Gary telur sig ekki vera eina vandamál félagsins.

Valur vill losna við Gary Martin strax: ,,Fínn drengur en hentar ekki okkar leikstíl“

,,Ég skil alveg að hlutirnir hafi ekki gengið vel hjá okkur, ég sé samt ekki að ég sé eina ástæða þess. Ég hef skorað í tveimur af þremur deildarleikjum okkar, við erum ekki að spila vel en við erum með mikið af nýjum leikmönnum. Það er svo erfitt að vera framherji þegar þú spilar með þrjá djúpa miðjumenn. Ég veit að ég get spilað betur en ég fékk sjokk þegar mér var tilkynnt þetta.“

Ólafur talar um að Gary henti ekki leikstíl Vals, framherjinn segist ekki hafa hugmynd um ástæðu þess að Valur vilji losna við sig, á þessum tímapunkti.

,,Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna fyrir þessu, ég skil þetta bara ekki. Ég veit ekki hvað býr að baki, ég hef talað við nokkra leikmenn liðsins og þeir trúa ekki hvað er í gangi. Ég hef átt í góðu sambandi við alla leikmenn liðsins, þeir átta sig ekki á því hvað er í gangi. Ég hef ekki nein svör, ég er í áfalli yfir þessu.“

Gary er í erfiðri stöðu, hann er með þriggja ára samning við Val en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á morgun.

,,Ég ætla ekki að fara nema að það komi lið sem hentar mér, Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu. Það hefði hjálpað strax að vita þetta um síðustu helgi. Ég hef spilað 90 mínútur í öllum leikjum, ég verð áfram nema eitthvað óvænt komi upp. Ég verð þá fram í júlí, hið minnsta.“

Gary er augljóslega brugðið, hann sá framtíð sína á Hlíðarenda. Ef hann fer ekki, er líklegt að hann spil lítið sem ekkert.

,,Ég get ekki séð að ég hafi staðið mig illa, ég hef skorað tvö mörk. Ég hefði auðvitað getað spiað betur en liðinu hefur gengið illa. Ég átti slakan dag gegn KA en annars hefur mér liðið ágætlega með eigin frammistöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Elín Metta komin heim
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal gefst upp á Isak – Farnir að horfa til framherja sem Liverpool hefur líka áhuga á

Arsenal gefst upp á Isak – Farnir að horfa til framherja sem Liverpool hefur líka áhuga á
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja henda stjörnunni úr Danmörku fyrir hraðakstur

Vilja henda stjörnunni úr Danmörku fyrir hraðakstur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður hjá lykilmanni Liverpool segir drauminn að hann spili fyrir Real Madrid

Umboðsmaður hjá lykilmanni Liverpool segir drauminn að hann spili fyrir Real Madrid
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan tók 27 milljóna króna bíl af manninum – Ástæðan var einföld

Lögreglan tók 27 milljóna króna bíl af manninum – Ástæðan var einföld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa dýrasta leikmann í sögu enska boltans í sumar?

Mun Arsenal kaupa dýrasta leikmann í sögu enska boltans í sumar?
433Sport
Í gær

Postecoglou þarf að óttast um starf sitt – Spurs ræðir við annan stjóra í ensku deildinni

Postecoglou þarf að óttast um starf sitt – Spurs ræðir við annan stjóra í ensku deildinni