Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
————–
Chelsea er að bíða eftir 100 milljóna punda tilboði frá Real Madrid í vængmanninn Eden Hazard. (Independent)
Chelsea hefur haft samband við Bayern Munchen vegna framherjans Robert Lewandowski. (Times)
Bæði Jordan Pickford, markvörður Everton og Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid eru á óskalista Manchester United ef félagið missir David de Gea í sumar. (Express)
Tanguy Ndombele, leikmaður Lyon, er á óskalista United en Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga. (L’Equipe)
Neymar, leikmaður PSG, sér mikið eftir því að hafa yfirgefið Barcelona samkvæmt fyrrum samherja hans hjá félaginu, Adriano. (Cadena Ser)
Tottenham íhugar að selja Kieran Trippier og leysa hann af hólmi með Aaron Wan-Bissaka, leikmanni Crystal Palace. (Express)
Everton, Leicester, Southampton og Tottenham hafa öll áhuga á Aleksandar Mitrovic, framherja Fulham. (Sportski Zurnal)
Arjen Robben, leikmaður Bayern Munchen, gæti hafnað því að snúa aftur til Hollands til að leika í bandarísku MLS-deildinni. (Calciomercato)