Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, vill fá 130 milljónir punda fyrir Christian Eriksen, miðjumann liðsins sem er á óskalista Real Madrid. (Mirror)
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, hefur rætt tvisvar sinnum við Real Madrid um möguleg félagaskipti leikmannsins. (Marca)
Paris Saint-Germain er tilbúið að greiða David de Gea, markmanni Manchester United, 350 þúsund pund á viku ef hann gengur í raðir félagsins. (Sun)
Real Madrid hefur einnig áhuga á De Gea og ítalska stórveldið Juventus fylgist með gangi mála. (Express)
Atletico Madrid og Barcelona hafa áhuga á Ben Chilwell, 22 ára gömlum bakverði Leicester sem kostar 50 milljónir punda. (Sun)
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gæti reynt við Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace í sumar en þeir unnu áður saman hjá Cardiff. Zaha var á mála hjá United í stutta stund áður en hann fékk að snúa aftur itl Palace. (Sun)
Inter Milan er tilbúið að tvöfalda laun varnarmannsins Milan Skriniar til að losna við Manchester United, Liverpool, Chelsea og Manchester City sem hafa öll áhuga. (Mirror)