Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, sér eftir því að hafa hafnað liði Barcelona í sumar og vill komast til félagsins. (L’Equipe)
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, íhugar að reka Maurizio Sarri, stjóra liðsins, í landsleikjahlénu. (Express)
James Rodriguez, leikmaður Bayern Munchen, vill ekki spila áfram með félaginu í láni frá Real Madrid. (Marca)
AC Milan hefur áhuga á Richarlison, leikmanni Everton en er ekki tilbúið að borga 70 milljónir punda fyrir hans þjónustu. (Calciomercato)
Joao Felix, undrabarn Benfica, er orðaður við flest stórlið í Evrópu en hann er þó ánægður hjá félaginu. (Marca)
Juventus er tilbúið að bjóða Alexis Sanchez leið burt en hann gæti yfirgefið Manchester United í sumar. (Calciomercato)
Inter Milan hefur tjáð Real Madrid að þeir vilji fá 80 milljónir evra fyrir framherjann Mauro Icardi. (AS)