Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, ætlar ekki að stöðva Eden Hazard frá því að ganga í raðir Real Madrid. (Star)
Manchester United ætlar að berjast við Manchester City um Tanguy Ndombele, leikmann Lyon. (Mirror)
David de Gea er nálægt því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United. (Metro)
Adrian Tameze, leikmaður Nice, hafnaði bæði Cardiff og Watford í janúar til geta unnið áfram með Patrick Vieira, stjóra liðsins. (Sport Witness)
Chelsea, Manchester United og Liverpool vilja öll fá hinn 19 ára gamla Joao Felix frá Benfica en hann er miðjumaður. (Talksport)
Bayern Munchen undirbýr tilboð í Nicolas Pepe, 23 ára gamlan framherja Lille. (Le 10 Sport)
Tottenham, inter Milan og AC Milan eru öll að skoða stöðu miðjumannsins Hector Herrera sem spilar með Porto. (Calcio Mercato)