Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er lið Everton og Manchester City áttust við. Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton en hann byrjaði á bekknum og kom inná á 63. mínútu leiksins.
Fyrsta mark leiksins skoraði varnarmaðurinn Aymeric Laporte seint í fyrri hálfleik. Gabriel Jesus bætti svo við öðru marki í uppbótartíma undir lok leiksins og gulltryggði City 2-0 sigur.
Þessi þrjú stig gera mikið fyrir City sem er nú komið á toppinn í úrvalsdeildinni. Með jafn mörg stig og Liverpool, betri markatölu en leikið leik betur.
Marco Silva, stjóri Everton þarf að fara að óttast um starf sitt. Tapið í gær hefur lítil áhrif en slök frammistaða Everton á síðustu vikum hefur búið til pressu.
Stuðningsmenn Everton eru að missa þolinmæðina en félagið hefur verið duglegt að reka stjóra á ´siðustu árum.
Nú hefur stuðningur við Silva hrunið og er aðeins 23 prósent stuðningsmanna Everton sem vill halda honum í starfi. Í nóvember var hann með 72 prósenta stuðning.