John Aldridge, goðsögn hjá Liverpool ráðleggur, Jurgen Klopp að nota ekki Adam Lallana og Naby Keita á miðsvæði félagsins.
Báðir voru í byrjunarliðinu þegar Liverpool gerði jafntefli við West Ham á mánudag, Georgino Wijnaldum og Jordan Henderson voru frá vegna meðsla.
Aldridge er ekki hrifinn af Lallana og Keita og vill ekki sjá þá spila saman.
,,Stærsta áhyggjuefnið fyrir mig er slök frammistaða á miðsvæðinu,“ sagði Aldridge.
,,Adam Lallana og Naby Keita geta ekki spilað saman aftur, þeir eru ekki klárir í það verk að vera í liði sem ætlar að verða meistarar.“
,,Lallana heillaði mig ekki í byrjun hjá Liverpool en hann fann taktinn, meiðslin sem hafa hrjáð hann hafa svo orðið til þess að hann hefur misst tekt. Hann nær ekki sama takti eftir langa veru á sjúkrabekknum.“
,,Keita hefur ekki fundið sig hjá Liverpool og hefur mistekist að standa sig vel, Klopp berst fyrir því að koma honum í gang. Við bíðum og sjáum hvort hann sé nógu góður.“