Egyptaland hefur ákveðið að gefa Mohamed Salah frí í næsta mánuði þegar landsleikjafrí verður.
Egyptaland mætir Níger í undankeppni Afríkumótsins áður en liðið mætir Nígeríu í æfingaleik.
Salah verður hins vegar ekki valinn, hann fær frí til þess að safna kröftum fyrir átökin með Liverpool.
Liverpool er að berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og fríið sem Salah fær gæti reynst mikilvægt.
Á meðan flestir bestu leikmenn Tottenham og Manchester City þurfa að ferðast víða um heim í landsleiki fær Salah tveggja vikna frí.
Líklegt er að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool skutli Salah í sólinni, þar sem hann getur slakað á.