Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið heimsótti Leicester City. Það getur verið erfitt að heimsækja Leicester en liðið elskar oft að spila gegn stórliðum deildarinnar.
United tókst að lokum að fara betur en aðeins eitt mark var skorað og það gerði framherjinn Marcus Rashford.
Mark Rashford kom snemma í fyrri hálfleik og dugði það til að tryggja liðinu dýrmæt þrjú stig.
Paul Pogba lagði upp markið en hann hefur fundið sitt besta form undir stjórn Solskjær.
Hann þoldi hins vegar ekki að spila undir stjórn Mourinho og var byrjaður að íhuga að koma sér burt frá félaginu.
,,Að sjálfsögðu, það kom upp í huga hans,“ sagði Mathias Pogba, bróðir hans um stöðuna.
,,Núna er hann á góðum stað, hann er auðvitað með samning og hélt alltaf áfram að leggja sig fram.“
Nú er talið að Pogba gæti skrifað undir nýjan samning við United á næstu vikum.