Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
——-
Pep Guardiola hefur áhuga á að fá Declan Rice og Aaron Wan-Bissaka til Manchester City í sumar, auk þess að skoða Ben Chilwell bakvörð Leicester. (Sun)
FC Bayern hefur einnig áhuga á Wan-Bissaka bakverði Crystal Palace. (Sun)
Maurizio Sarri verður rekinn frá Chelsea ef liðið tapar gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. (Mirror)
Chelsea getur rekið Sarri fyrir 5 milljónir punda. (SUn)
Chelsea horfir til Frank Lampard og Zinedine Zidane til að fylla skarð Sarri. (Sky)
Jadon Sancho er efstur á óskalista Manchester United í sumar. (Mirror)
Real Madrid vill 131 milljón punda ef félagið á að selja Gareth Bale í sumar. (Telemadrid)
Manchester City ætlar að bjóða Aymeric Laporte nýjan samning. (Times)
Ander Herrera er að gera nýjan þriggja ára samning við Manchester United og fær 100 þúsund pund á viku. (Sun)
United telur að David De Gea muni gera nýjan samning en óttast að umboðsmaður hans sé að keyra upp verðið. (ESPN)