Mauricio Pochettino stjóri Tottenham er ekki sáttur með að félagð hafi ekki keypt neinn leikmann í janúar.
Pochettino fékk ekki að kaupa neitt síðasta sumar og þá fékk hann ekkert frá Daniel Levy, stjórnarformanni félagsins.
Levy er að byggja nýjan leikvang fyrir Spurs og virðist það hafa áhrif á leikmannakaupin.
,,Ég er sáttur með að hjálpa við verkefnið hjá félaginu, ég er samt ekki alltaf með sömu hugmyndir og félagið,“ sagði Pochettino.
,,Ekki sömu hugmyndir og stjórnarformaðurinn og fólk hjá félaginu, auðvitað vildi ég styrkja hópinn. Ef það er hægt þá held ég áfram með sömu pressu.“
,,Ég er auðvitað svekktur, við erum í góðri stöðu og með smá hjálp í viðbót hefði þetta verið betra. Staðan er góð og við berjumst til enda.“