fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á fjör í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stórleikurinn var á Old Trafford þar sem Tottenham kom í heimsókn undir stjórn Jose Mourinho.

Mourinho er fyrrum stjóri United en hann þjálfaði liðið í tvö og hálft ár áður en hann var rekinn í desember í fyrra.

Marcus Rashford er að spila vel þessa dagana en hann gerði tvennu í kvöld er United vann 2-1 sigur. Mourinho skaut á leikstíl, United að leik loknum.

,,United hefur náð góðum úrslitum gegn bestu liðunum í ár, heima gegn Chelsea, Liverpool og Leicester. Það er auðveldara fyrir þá að spila gegn þeim, United hræðist það ekki að liggja í vörn á heimavelli. Þeir taka tíma í allt og stýra andrúmsloftinu þannig,“
sagði Mourinho.

,,United hefur marga unga leikmenn, með mikla orku og gott hugarfar. Þegar þeir eru yfir í leikjum, þá líður þeim vel að liggja í vörn. Það er betra fyrir þá að spila gegn betri liðum, sem vilja boltann meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester
433Sport
Í gær

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12