Það var boðið upp á fjör í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stórleikurinn var á Old Trafford þar sem Tottenham kom í heimsókn undir stjórn Jose Mourinho.
Mourinho er fyrrum stjóri United en hann þjálfaði liðið í tvö og hálft ár áður en hann var rekinn í desember í fyrra.
Marcus Rashford er að spila vel þessa dagana en hann gerði tvennu í kvöld er United vann 2-1 sigur. Mourinho skaut á leikstíl, United að leik loknum.
,,United hefur náð góðum úrslitum gegn bestu liðunum í ár, heima gegn Chelsea, Liverpool og Leicester. Það er auðveldara fyrir þá að spila gegn þeim, United hræðist það ekki að liggja í vörn á heimavelli. Þeir taka tíma í allt og stýra andrúmsloftinu þannig,“ sagði Mourinho.
,,United hefur marga unga leikmenn, með mikla orku og gott hugarfar. Þegar þeir eru yfir í leikjum, þá líður þeim vel að liggja í vörn. Það er betra fyrir þá að spila gegn betri liðum, sem vilja boltann meira.“
Orð Mourinho eru í raun staðreynd ef marka má tölfræðina, liðið vinnu 80 prósent leikja þar sem liðið er minna með boltann. Í gær var liðið hins vegar jafn mikið með boltann og Tottenham.