Það var nokkuð umdeilt að Jose Mourinho, þá stjóri Manchester United hafi kosið að búa á hóteli í tvö og hálft ár í borginni. Mörgum fannst það merki um að Mourinho ætlaði sér aldrei að vera stjóri félagsins, til framtíðar.
Fjölskylda Mourinho býr í London og hann ákvað því að vera einn á hóteli í borginni, hann var rekinn úr starfi fyrir ári síðan. Hann mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld sem stjóri Tottenham,.
,,Er það skrýtið að ég hafi búið á hóteli allan tímann? Ég hefði verið ósáttur að búa einn í húsi,“ sagði Mourinho sem dvaldi á Lowry hótelinu, flottasta hóteli Manchester. Hann var ekki í venjulegu herbergi, þetta var meira eins og íbúð.
,,Ég hefði þurft að þrífa, ég nenni því ekki. Ég hefði þurft að strauja, ég kann það ekki. Ég hefði þurft að elda, ég kann bara að gera egg og pulsur,“ sagði Mourinho.
,,Ég hefði ekki verið hamingjusamur, ég var í frábæri íbúð. Þetta var ekki herbergi, ég átti þetta herbergi allan tímann.“
,,Ég skildi allt eftir í þessu herbergi, þarna var sjónvarpið mitt, bækur og tölva. Þetta var íbúð en ég gat tekið upp símann og sagt ´Komdu með einn kaffi latte´eða ég gat hringt niður og sagt ´Ég nenni ekki niður í kvöldmat, komdu með matinn minn upp´. Ég hafði allt, ef ég hefði verið einn í íbúð þá hefði þetta verið erfiðara.“