Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er sagður óttast það að verða rekinn um helgina ef illa fer. United mætir Tottneham á morgun og Manchester City á laugardag.
Tveir stórleikir en United hefur hikstað hressilega á þessu tímabili, liðið er ekki að taka framfarir undir stjórn Solskjær.
Ensk blöð segja að Solskjær sé meðvitaður um hættuna sem er í gangi, slæm úrslit í þessum tveimur leikjum kosti hann starfið.
,,Ole var lítill í sér þegar hann sagði leikmönnum að ef þeir nái ekki í úrslit í þessum tveimur leikjum, þá kosti það hann starfið,“ sagði heimildarmaður enskra blaða.
Jose Mourinho, maðurinn sem missti starfið hjá United þegar Solskjær tók við mætir með Tottenham í heimsókn á morgun.