Paul Pogba, miðjumaður Manchester United getur ekki spilað með liðinu gegn Tottenham á morgun. Ólíklegt er að hann geti spilað gegn Manchester City á laugardag.
Pogba hefur ekkert spilað síðan í september en hefur byrjað að æfa síðustu daga en talsvert vantar í að hann geti spilað. Möguleiki er á að Scott McTominay geti spilað.
Í dag var fjallað um í enskum blöðum að Solskjær óttaðist að vera rekinn, ef United tapar næstu tveimur leikjum. Hann segir þetta þvælu. ,,Ég er ferskur, það er ekkert vandamál,“ sagði Solskjær á fundi í dag.
,,Maður getur ekki annað en hlegið þegar maður les þessar sögur, um eitthvað sem maður á að hafa sagt. Það eru ekki neinar heimildir, þetta er skáldað. Þetta er algjör þvæla, bara lygi.“
Gengi United hefur verið slakt á þessu tímabili og ljóst má vera að pressa er á Solskjær í starfi.