Lionel Messi var í gær valinn besti leikmaður ársins á verðlaunahátíðinni Ballon d’Or. Það var sterklega búist við því að Messi myndi vinna verðlaunin en hann átti frábært ár.
Messi fékk Gullknöttinn afhent í París, hann var að vinna þau í sjötta sinn á ferlinum. Virgil van DIjk endaði í öðru sæti en Cristiano Ronaldo sem hefur unnið verðlaunin, fimm sinnum. Var í þriðja sinn. Þegar Van Dijk var í viðtali eftir verðlaunin, þá fór hann að grínast. ,,Var Cristiano með í þessari baráttu?,“ sagði Van Dijk og augljóst var, að hann var að grínast.
Katia Aveiro, systir Ronaldo var óhress með Van Dijk og ummæli hans. ,,Kæri Virgil, það sem er markmið þitt er eitthvað sem Cristiano Ronaldo hefur gert þúsund sinnum. Sem dæmi, Ronaldo hefur þrisvar sinnum unnið ensku úrvalsdeildina, deild sem þú hefur spilað í síðustu ár og ekki unnið deildina. Ronaldo var besti leikmaður ensku deildarinnar og markahæstur, hann var yngri en þú,“ skrifar Katia og er reið.
,,Eftir að hafa afrekað það á Englandi fór Cristiano á nýjan stað og varð besti leikmaður í sögu Real Madrid. Segir það þér eitthvað? Mögulega veistu það, þú tapaðir gegn Cristiano í úrslitum Meistaradeildarinnar, Ronaldo hefur unnið þá keppni fimm sinnum. Svo var þér rústað af Ronaldo og félögum í úrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Var erfitt að kyngja því? Við vottum þér okkar samúð.“
,,Á kannski versta ári ferilsins þá vann Cristiano fleiri titla en þú. Er það ekki gaman? Þegar þú kæri, Virgil vinnur titla sem skiptir máli, þá getum við spjallað saman. Þegur þú hefur unnið nokkra titla, þá mikilvægustu. Þá kannski færðu grænt ljós á að setjast við borð með Cristiano. Cristiano, verður alltaf sá besti.“